
HVAÐ ER IÐNAÐURINN EHF?
Iðnaðurinn Ehf. er í eigu Davíðs Arnar Hjartarsonar og Ástrósar Rutar Sigurðardóttur.
Við erum ungt par með 4 börn.
Iðnaðurinn Ehf hafði lengi blundað sem draumur í huga Davíðs og eins og honum er líkast er sjaldan jafn gott að taka stökkið útí djúpu laugina og fara sjálfstætt eins og í miðjum heimsfaraldri.
Við erum ungt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig eingöngu í öllum gerðum og stærðum af raflögnum eins og staðan er í dag.
Markmið okkar er að vera með fagmenn í öllum stéttum innan okkar raða á næstu árum og geta séð um verk frá A-Ö fyrir viðskiptavini okkar.
Við einsetjum okkur að eiga opin og heiðarleg samskipti við okkar viðskiptavini og reynum að finna bestu og farsælustu lausnina hverju sinni í okkar verkefnum.
LÁTTU OKKUR UM VERKIÐ OG TAKTU ÞVÍ RÓLEGA Á MEÐAN
Láttu okkur sjá um hausverkinn á meðan þú einbeitir þér að því sem skiptir máli.

ÞJÓNUSTAN
Tökum að okkur alla raflagna þjónustu fyrir fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Stóra jafnt sem smáa.
Láttu okkur sjá um hausverkinn á meðan þú einbeitir þér að því sem skiptir máli.
STARFSFÓLK
DAVÍÐ ÖRN HJARTARSON
ÁSTRÓS RUT SIGURÐARDÓTTIR
“Iðnaðurinn bjargaði mér þegar ég var í framkvæmdum heima. vann verkið fagmannlega á methraða”.
— HELGI PÉTUR LÁRUSSON