ÞJÓNUSTAN

Tökum að okkur alla raflagna þjónustu fyrir fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. 

Stóra jafnt sem smáa.

Láttu okkur sjá um hausverkinn á meðan þú einbeitir þér að því sem skiptir máli.

Verkefnin

Verkefnin sem ég hef komið að í gegnum tíðina eru rosalega mörg og fjölbreytt. Þau eru of mörg til að segja frá þeim öllum og gera góð skil. En hérna mun ég stikla á stóru.

 

Einbýlishús – parhús – raðhús – fjölbýli.

Allskonar verkefni hvort sem það er nýbygging frá byrjun til enda. Endurbætur, breytingar eða viðhald. 

Borealis Gagnaver – Blönduósi og Fitjum
www.bdc.is

Settum upp 2 gagnaver af 6 og skrifstofubygginguna. Rosalegt magn af orku sem er notað í þessum gagnaverum og settum við upp 8 stk 4000 Ampera skinnukerfi í þessi tvö hús. 

Af tillitssemi við viðskiptavin og fyrrum vinnuveitanda eru þetta nægar upplýsingar um þetta verk.

Sumarhús

Allt á milli himins og jarðar hvað viðkemur breytingar og nýsmíði.

Hleðslustöðvar.

Á ótal stöðum innan höfuðborgarsvæðisins.

Hleðsluturn fyrir nýjan Herjólf.

Bæði í eyjum og landeyjarhöfn

Uppsetning nýrra háspennurofa í dreifistöðvum víða um land.

Breiðdalsvík – Prestbakki – Þorlákshöfn

Háspennuvirkið Hrútatungu.

Tengivirkið mikla, sem hélst rosalega illa inni sökum seltu. Einangrar lýstu upp nærumhverfið vegna neista. Var partur af teymi sem fór í að þrífa alla einangrara og rofa og húða þá uppá nýtt með einangrandi efni. Allt þetta unnið um nótt og menn ekki sáttir þegar sólarhringurinn var liðinn og menn mættir aftur á dagvinnukaupið. En skemmtilegt var það.

Landsnet - GIS Rofareitur – Tengivirkið í Fljótsdal

Uppsetning á nýjum gaseinangruðum háspennurofa í tengivirkinu í Fljótsdal. Skemmtilegt verkefni sem tók u.þ.b. 6 vikur. Ég er að vona að ég finni myndirnar bráðum sem ég tók í þessu verki. Því myndir segja meira en 1000 orð.

Eric The Red – Seafood.

Viðhald á fiskvinnslunni og endurbætur.

 
HAFA SAMBAND